BÆJARFULLTRÚAR

Orri Vignir Hlöðversson

Orri Hlöðversson er fæddur árið 1964 og uppalinn í Kópavoginum. Orri lauk námi í alþjóðastjórnmálum og hagfræði frá Kaliforníuháskóla árið 1993. Um árabil bjó hann í Brussel þar sem hann starfaði bæði hjá Framkvæmdastjórn ESB og sendiráði Bandaríkjanna þar í borg. Frá Brussel hélt Orri til Skagafjarðar þar sem hann starfaði hjá dótturfélagi Kaupfélags Skagfirðinga. Þaðan lá leiðin til Hveragerðis þar sem Orri var bæjarstjóri árin 2002-2006. 

Orri hefur alla tíð verið virkur í knattspyrnuhreyfingunni bæði sem iðkandi og stjórnarmaður. 

Orri er giftur Helgu Dagnýju Árnadóttur, og þau eiga tvö börn.

 

Sigrún Hulda Jónsdóttir

Sigrún Hulda Jónsdóttir er leikskólastjóri Heilsuleikskólans Urðarhóls í Kópavogi, hún útskrifaðist sem leikskólakennari árið 1994 og lauk diplómu námi í stjórnun menntastofnanna árið 2006. Sigrún Hulda er fædd árið 1972 og hefur starfað í Kópavogi sem leikskólakennari frá árinu 1995 í Skólatröð sem síðan stækkaði og er nú Heilsuleikskólinn Urðarhóll sem er rekinn í þremur húsum. Sigrún Hulda tók þátt í mótun Heilsustefnunnar með þáverandi leikskólastjóra og framsóknarkonu Unni Stefánsdóttur og tók við hennar starfi árið 2007. Í dag eru 23 skólar á landinu sem nýta sér Heilsustefnuna sem á uppruna sinn hér í Kópavogi.

Sigrún Hulda er gift Atla Ómarssyni viðskiptafræðingi og þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn.