3.sæti

Björg Baldursdóttir

Björg Baldursdóttir er skólastjóri Kársnesskóla og hefur verið undanfarin sex ár. Hún lauk BA námi í uppeldis- og menntunarfræði árið 1998 og hefur síðan þá bætt við sig menntun á sviði kennslufræði og stjórnunar.  Björg er fædd árið 1969 og hefur starfað hjá Kópavogsbæ allt frá árinu 2000 og þá lengst af við stjórnunarstörf í grunnskóla. Hún var kennari og deildarstjóri Hjallaskóla, aðstoðarskólastjóri og skólastjóri Smáraskóla áður en hún tók að sér stöðu skólastjóra Kársnesskóla. Þá hefur hún unnið sem verkefnastjóri hjá menntasviði bæjarins. Björgu er umhugað um að hafa áhrif á mótun samfélagsins og hefur sem dæmi átt sæti í velferðarráði, lista og menningarráði ásamt því að hafa fengið tækifæri til að sitja í notendaráði fatlaðs fólks í Kópavogi síðastliðin ár.  Allt sem tengist menntun og farsæld íbúa bæjarins er henni hugleikið.

Björg  hefur búið nær alla sína ævi í Kópavogi. Hún er gift Guðjóni Harðarsyni matreiðslumeistara og þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn.