4.sæti

Gunnar Sær Ragnarsson

Gunnar Sær Ragnarsson er starfsmaður þingflokks Framsóknar á Alþingi. Gunnar Sær er fæddur árið 1995 og hefur búið í Kópavogi frá 12 ára aldri. Hann útskrifaður úr lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík en áður en Gunnar Sær hóf störf hjá þingflokki Framsóknar gegndi hann starfi sérfræðings og rannsakanda hjá Hugverkastofunni. 

Gunnar Sær hefur verið liðtækur í félagsstörfum í gegnum tíðina, keppt í Gettu Betur fyrir hönd Fjölbrautaskólans í Garðabæ, var mentor í mentorverkefninu Vinátta þar sem börnum sem kljást við félagslega erfiðleika er veitt aðstoð, auk fjölda annarra félagsstarfa. Meðan Gunnar Sær nam lögfræði við Háskólann í Reykjavík gegndi hann hlutverki framkvæmdastjóra Lögfræðiþjónustu Lögréttu og var að auki formaður Jafnréttisfélags Háskólans í Reykjavík. Þá sat hann einnig í jafnréttisnefnd skólans sem fulltrúi nemenda. Gunnar Sær æfir bandý hjá Handknattleiksfélagi Kópavogs og hefur setið í stjórn bandý-deildarinnar. 

Gunnar Sær hefur tekið virkan þátt í flokksstarfi Framsóknar um árabil,  þá bæði í Kópavogi sem og á landsvísu og hefur til að mynda tekið sér stöðu kynningarstjóra Sambands ungra Framsóknarmanna og síðar stöðu ritara sama sambands.

Í Kópavogi gegnir Gunnar stöðu formanns í jafnréttis- og mannréttindaráði bæjarins og hann hefur tekið virkan þátt í bæjarmálunum. Þar hefur hann fyrst og fremst einbeitt sér að jafnréttis- og mannréttindamálum, skipulagsmálum, samgöngu- og umhverfismálum.  Það er margt sem hann telur mega bæta, þá sérstaklega í skipulags- og samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu, og vill leggja sitt af mörkum til að stuðla að bættu nærsamfélagi.