Æskulýðs -og íþróttamál

Kópavogur er leiðandi í íþrótta- og æskulýðsmálum. Höldum því svoleiðis og gefum vel í. Eflum starfið og samvinnuna enn frekar. Hlúum að mannvirkjunum sem þurfa að vera í lagi svo við getum haldið áfram að gera jafn góða hluti og raun ber vitni. Tækifærin eru fjölmörg og við höfum allt að vinna er kemur að því að halda vel utan um íþrótta-og tómstundastarf fólks á öllum aldri í Kópavogi. 

Framsókn ætlar að: 

  • Leggja allt kapp á að öll börn í Kópavogi hafi jöfn tækifæri til að stunda íþróttir og æskulýðsstörf óháð efnahag fjölskyldna og foreldra.
  • Koma á samráði milli Kópavogsbæjar og íþrótta- og tómstundafélaga og gera íþrótta- og tómstundaiðkun barna undir 9 ára gjaldfrjálsa.
  • Efla tómstundastarf í efri byggðum, svo sem tónlistarskólann og skátastarfið. 
  • Gera ítarlega skoðun á tækifærum til að halda alþjóðleg íþróttamót fyrir börn.
  • Styðja íþróttafélög við mótshald í bænum t.d. hestamannafélagið Sprett við að halda landsmót í Kópavogi.
  • Styrkja samráð og gagnsæi íþróttafélaga og bæjarins með aukinni þátttöku félaganna í ákvarðanatökum.
  • Koma skal aðgerðaráætlun um endurnýjun og viðhald á íþróttamannvirkjum bæjarins á laggirnar.
  • Efla rafíþróttastarf í Kópavogi og koma til móts við aukinn áhuga á rafíþróttastarfi innan Kópavogs.