Eldra fólk

Eldra fólk er fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir og er það einlægur vilji okkar að koma til móts við þennan ört vaxandi hóp með lausnum sem efla lífsgæði þeirra. Setjum þau ekki öll undir sama hatt og gerum fólki kleift að taka virkan þátt bæði í atvinnulífinu og samfélaginu. Gerum eldra fólki í Kópavogi auðvelt að eldast með reisn í bænum okkar. 

Framsókn ætlar að: 

  • Efla forvarnir og lýðheilsu eldra fólks með því að bæta aðgengi að líkamsrækt, setja á líkamsræktarstyrk og styðja áfram við verkefnið „Virkni og Vellíðan”. 
  • Hjálpa hjálpa eldra fólki að styrkja félagsnetið sitt og vinna gegn einmanaleika með eflingu félagsmiðstöðvanna.
  • Innleiða öfluga upplýsingagátt sem auðveldar aðgengi að þjónustu fyrir eldra fólk.
  • Leita skal leiða til að brúa bilið milli þess að fólk geti búið heima og á hjúkrunarheimili. 
  • Stuðla skal að aukinni atvinnuþátttöku eldra fólks sem vill enn vinna. Kópavogur á ekki að segja einstaklingum upp einungis vegna aldurs.
  • Fjölga dagþjálfunar rýmum fyrir eldra fólk í Kópavogi og lífsgæðakjörnum þar sem heimili og þjónusta fer saman. 
  • Leggja ríka áherslu á að allir fái að eldast með reisn í Kópavogi.