Listir og menning

Listir og menning eru okkur lífsnauðsyn.  Hvort tveggja veitir okkur innblástur og stækkar sjóndeildarhringinn. Leggjum áherslu á aðgengi allra bæjarbúa að viðburðum og stuðlum að öflugu fjölbreyttu menningarstarfi, í öllum hverfum bæjarins. Færum menninguna nær fólki og njótum þess sem listafólk Kópavogs hefur upp á að bjóða. 

Framsókn ætlar að: 

  • Stuðla að því að menningarkjarnar í hverfum bæjarins verði starfræktir samhliða þungamiðju starfseminnar sem verði í Menningarhúsunum við Hamraborg. 
  • Leggja áherslu á að samræma opnunartíma Menningarhúsanna í takt við þarfir íbúanna. Aukum þannig aðgengið.
  • Eflum samstarf við leik- og grunnskóla með því að vinna markvisst í fræðslu barna og ungmenna og skapa frjóan jarðveg fyrir listræna og skapandi hugsun.
  • Færum listina nær almenningi og fjölgum útilistaverkum í bænum. Dreifum þeim vítt og breitt og skoðum möguleika á tilfæranlegum verkum og virkjum þannig listafólkið okkar samhliða því að brjóta upp umhverfið.
  • Skapa vettvang fyrir jólaþorp í bænum. 
  • Skoða möguleika á að koma upp skautasvelli í bænum okkar. Við erum hjarta höfuðborgarsvæðisins og erum í frábæru sóknartækifæri.
  • Stuðla að nýtingu opinna svæða í auknum mæli og nýta útivistarsvæðin okkar til að stuðla að fjölskylduvænum viðburðum allan ársins hring, til að mynda í Guðmundarlundi.