Lýðheilsa

Mikilvægi góðrar heilsu er ótvírætt. Ekki aðeins fyrir einstaklinginn heldur samfélagið sem heild. Höfum vaðið fyrir neðan okkur og tileinkum okkur að fyrirbyggja umfram annað. Tryggjum strax góða lýðheilsu með því að auka forvarnir og efla aðgengi að viðeigandi þjónustu. Bjóðum íbúum Kópavogs það besta, við getum það svo sannarlega og það margborgar sig. 

Framsókn ætlar að: 

  • Gæta þess að uppbygging verði ekki á kostnað grænna og opinna svæða í Kópavogi.
  • Huga sérstaklega að ungu fólk sem lendir í áföllum og þeim sem eru að takast á við kvíða og depurð.
  • Stuðla að því að Kópavogur sé vera fremstur í flokki við innleiðingu snemmtækrar íhlutunar og samþættrar þjónustu í þágu barna í samræmi við lög um farsæld í þágu barna.
  • Vera leiðandi í heilsueflingu starfsfólks og bjóða starfsfólki Kópavogsbæjar ókeypis aðgengi að sundlaugum bæjarins. Með þessu ætlar Framsókn Kópavogsbæ að vera fordæmisgefandi fyrir aðra vinnustaði í Kópavogi.
  • Efla forvarnir gegn lífstílstengdum sjúkdómum með heilsueflandi valmöguleikum og fræðslu.
  • Efla félagsstarf barna á miðstigi grunnskóla.
  • Halda utan um og hjálpa ungu fólki að takast á við afleiðingar heimsfaraldurs m.a. með eflingu félagsstarfs ungs fólk. 
  • Efla verulega nýtingu félagsmiðstöðvarinnar Molans. Með því að kynna félagsmiðstöðina, bæta aðstöðuna og auka á fjölbreytt námskeiðahald má búa til dýrmæta aðstöðu fyrir ungt fólk í Kópavogi.