Rekstur og stjórnsýsla

Undanfarin ár hefur aðhalds verið gætt í rekstri bæjarins. Skuldir hafa nánast staðið í stað. Fjárfestingar hafa verið fjármagnaðar úr rekstrinum án lántöku. Fyrir vikið hafa þær verið í lægri mörkum miðað við íbúafjölda og umfang efnahags. Það er hættuleg þróun til lengri tíma hvort sem horft er til nýframkvæmda eða viðhalds fasteigna. Kópavogsbúar verða að geta treyst á þau sem stjórna til að taka góðar ákvarðanir til langs tíma. Það getur verið dýrt að spara. 

Framsókn ætlar að: 

  • Leggja áherslu á ábyrgan rekstur og fjárfestingar í hlutfalli við umfang.
  • Tryggja að lögbundnir málaflokkar séu vel fjármagnaðir og geti veitt hátt þjónustustig.
  • Stuðla að vandaðri og agaðri fjárhagsáætlanagerð.
  • Auka verulega vægi símenntunar, fræðslu og upplýsingagjafar til stjórnenda í rekstri bæjarins til að auðvelda þeim að ná markmiðum sínum.
  • Koma á öflugu samstarfi milli mismunandi eininga sem tryggir sameiginlega sýn og samstillingu.
  • Setja sveigjanleika í fjármálastjórnunar í brennidepil og stuðla að því að hún verði í senn vakandi og taki breytingum í takt við vaxtaumhverfið hverju sinni.