Samgöngur og skipulag

Minni einsleitni og meiri fjölbreytni á húsnæðismarkaði er hagur okkar allra. Aukum í lóðaframboð og hlustum á óskir bæjarbúa hvað varðar skipulagsmál. Bregðumst við auknum umferðarþunga á háannatíma. Búum þannig um hnúta að samgöngumál séu til fyrirmyndar, hvort sem fólk kýs að nota einkabílinn eða almenningssamgöngur. Íbúar Kópavogs eru fjölbreytt blanda fólks og með því að stilla okkur saman getum við mæst á miðjunni í samgöngu – og skipulagsmálum. 

Framsókn ætlar að: 

  • Auka lóðaframboð og tryggja fjölbreytta valmöguleika á húsnæði.
  • Koma til móts við óskir íbúa um aukið samráð í skipulagsmálum.
  • Tryggja að nauðsynlegir innviðir séu til staðar á uppbyggingarsvæðum.
  • Huga sérstaklega að grænum og opnum svæðum í skipulagi.
  • Skapa svigrúm fyrir óhagnaðardrifin byggingarfélög í Kópavogi.
  • Stuðla að því að Kópavogur fylgi núgildandi Samgöngusáttmála sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
  • Auka nýtingu tækni í samgöngumálum til að bæta flæði umferðarinnar.
  • Koma Reykjanesbraut í stokk.