Umhverfismál

Umhverfismál skipa sífellt stærri sess í hugum okkar. Íbúar Kópavogs hafa áttað sig á mikilvægi sorpflokkunar, endurnýjunar og nýtingar. Framsókn vill stuðla að því að bærinn axli ábyrgð og taki virkan þátt í samvinnu þvert yfir landið við að minnka kolefnisfótspor og sporna gegn neikvæðum umhverfisáhrifum. Það er hagur okkar allra og ekki síður komandi kynslóða. 

Framsókn ætlar að: 

  • Tryggja að Kópavogur taki þátt í verkefni sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins um að samræma sorpflokkun.
  • Stuðla að aðkomu Kópavogs við fræðslu íbúa varðandi umhverfisvæna flokkun og nýtingu lífræns úrgangs ásamt aðstoð við staðsetningu sorptunna.
  • Virkja fræðslu í umhverfismálum fyrir fyrirtæki sem vinna að umhverfisvernd í starfsemi sinni og styðji fyrirtæki við útrýmingu óumhverfisvænna umbúða.
  • Vinna að því að almenningssamgöngur séu hagkvæmur og aðlaðandi kostur fyrir íbúa til að ferðast innan bæjarins og til nágrannasveitarfélaga.
  • Auka aðgengi rafbíla að hleðslustöðvum og koma til móts við fjölbýli við uppsetningu þeirra.
  • Merkja göngu- og hjólastíga á skýrari máta og tryggja viðhald þeirra í hvívetna.
  • Styðja við þá starfsmenn bæjarins sem vilja nota vistvænar samgöngur í og úr vinnu.
  • Koma á reglulegu eftirliti innan stofnanna bæjarins þar sem fylgst er með loftgæðum. Með virku eftirliti má koma í veg fyrir skaðleg áhrif myglu og slæmra loftgæða á heilsu fólks og auka lífsgæði starfsfólks til muna.