Velferðarmál

Velferð allra íbúa Kópavogs eiga að vera í fyrsta sæti og við eigum ávallt að hafa jafnræði íbúa að leiðarljósi. Það á að vera gott að búa í Kópavogi – fyrir alla. Framsókn vill leggja allt kapp á að fólkið í bænum finni að hér eigi það heima, á þau sé hlustað og gerðar séu úrbætur þar sem þarf. Kópavogur er með góða stefnu og velferðaraðgerðaáætlun, sem er vel, en við þurfum að vera vakandi fyrir því hvað út af stendur, hlusta og laga. Það er nefnilega pláss fyrir okkur öll í Kópavogi. 

Framsókn ætlar að: 

  • Tryggja öllum, óháð fötlun, jafnt aðgengi að öllum stofnunum bæjarins. 
  • Stuðla að aukinni atvinnuþátttöku fólks með skerta starfsgetu og útbúa áætlun um atvinnuþátttöku fólks með skerta starfsgetu hjá stofnunum bæjarins. 
  • Auka þátttöku öryrkja og fatlaðs fólks í ákvörðunum um sína hagi. Þetta á ekki að vera flókið. Ekkert um þau – án þeirra. 
  • Leiða áframhaldandi vinnu við innleiðingu velferðartækni. 
  • Gera raunhæfa áætlun um fjölgun félagslegs húsnæðis og stytta þar með biðlista.
  • Auka raunhæf og fjölbreytt búsetuúrræði öryrkja og fatlað fólks. 
  • Stuðla að samvinnu um móttöku flóttafólks og þjónustu við það . 
  • Fara í gagngera skoðun á heimasíðu bæjarins og hún endurskoðuð með það að markmiði að hún þjóni og sé upplýsandi fyrir alla bæjarbúa. Við þurfum að þýða síðuna á fleiri tungumál til að tryggja að þau sem ekki eru íslenskumælandi geti nálgast þær upplýsingar sem þarf til að vera partur af samfélaginu. Þetta er algjört jafnréttismál. 
  • Standa að fjölgun skilgreindra og öruggra hundasvæða í bænum.