1.sæti

Orri Hlöðversson

Orri hefur mikla reynslu sem stjórnandi bæði í atvinnulífinu sem opinbera geiranum.  Hann er fæddur árið 1964 og uppalinn í Kópavoginum. Orri lauk námi í alþjóðastjórnmálum og hagfræði frá Kaliforníuháskóla árið 1993. Um árabil bjó hann í Brussel þar sem hann starfaði bæði hjá Framkvæmdastjórn ESB og sendiráði Bandaríkjanna þar í borg. Frá Brussel hélt Orri til Skagafjarðar þar sem hann starfaði hjá dótturfélagi Kaupfélags Skagfirðinga. Þaðan lá leiðin til Hveragerðis þar sem Orri var bæjarstjóri árin 2002-2006. Hann hefur undanfarin 15 ár búið í Kópavogi og starfað sem forstjóri Frumherja hf ásamt því að vera í hluthafahópi félagsins.

Orri hefur alla tíð verið virkur í knattspyrnuhreyfingunni bæði sem iðkandi og stjórnarmaður. Orri er formaður stjórnar Íslensks Toppfótbolta (ÍTF) og situr einnig í stjórn KSÍ. 

Orri er giftur Helgu Dagnýju Árnadóttur, sérfræðingi hjá Rannís og þau eiga tvö börn.