2.sæti

Sigrún Hulda Jónsdóttir

Sigrún Hulda Jónsdóttir leikskólastjóri Heilsuleikskólans Urðarhóls í Kópavogi, hún útskrifaðist sem leikskólakennari árið 1994 og lauk diplómu námi í stjórnun menntastofnanna árið 2006. Sigrún Hulda er fædd árið 1972 og hefur starfað í Kópavogi sem leikskólakennari frá árinu 1995 í Skólatröð sem síðan stækkaði og er nú Heilsuleikskólinn Urðarhóll sem er rekinn í þremur húsum. Sigrún Hulda tók þátt í mótun Heilsustefnunnar með þáverandi leikskólastjóra og framsóknarkonu Unni Stefánsdóttur og tók við hennar starfi árið 2007. Í dag eru 23 skólar á landinu sem nýta sér Heilsustefnuna sem á uppruna sinn hér í Kópavogi.

Leikskólamál eru henni hugleikin og síðastliðin 20 ár hefur hún tekið virkan þátt í ýmsum vinnuhópum og félagsstarfi er snúa að málaflokknum. Sigrún hefur m.a. setið sem fulltrúi leikskólastjóra í Leikskólanefnd Kópavogs, meðstjórnandi í Félagi stjórnenda leikskóla og formaður Samtaka heilsuleikskóla. Auk þess setið í vinnuhópum á vegum Embættis landlæknis um geðheilsu barna og var samanburður á aðstæðum barna á norðurlöndunum. 

Sigrún Hulda er gift Atla Ómarssyni viðskiptafræðingi og þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn.