5.sæti

Sverrir Kári Karlsson

Sverrir Kári Karlsson er framkvæmastjóri Ökutækjasviðs hjá Frumherja og á sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Hann er fæddur 1980 og lagði stund á trésmíði áður en hann hélt utan til Danmerkur þar sem hann lauk meistaranámi í verkfræði frá DTU í Kaupmannahöfn. Sverrir Kári hefur ætíð haft mikinn áhuga á íþróttum og stundaði frjálsar íþróttir og knattspyrnu af kappi sem barn og unglingur. Frá fimmtán ára aldri skipti hann um gír og lagði fyrir sig körfuknattleik, þar sem hann æfði og spilaði í hartnær tvo áratugi. 

Félagsstörf eru Sverri Kára í blóð borin og hefur hann notið góðs af því og þeim gildum sem íþróttahreyfingin byggir starf sitt á. Sú reynsla er að hans mati afar dýrmæt og hefur hann því undanfarin fjögur ár lagt sitt á vogarskálarnar í íþrótta-og leikskólanefnd Kópavogsbæjar fyrir hönd Framsóknar.

Sverrir Kári hefur undanfarin ár búið í Kópavogi. Hann er giftur Helenu Kristinsdóttur sem starfar á fjármálasviði Flugfélagsins Air Atlanta og eiga þau þrjú börn.